Haustið og jóga

Haustið og jóga

🍁Faðmaðu haustið með rútínu sem eykur vellíðan 🍁

 Nú þegar laufin fara að fölna og loftið að kólna, aukast gjarnan annir og verkefni hjá okkur. Þá er tilvalið að nota tækifærið og koma sér upp rútínu sem eykur vellíðan, veitir okkur ró og styrkir okkar innra sjálf.
Það er nauðsynlegt að eiga reglulega kósystund með sjálfum sér, leita inn á við og finna ró og styrk. Það hefur góð áhrif á heilsuna og eykur vellíðan. 
Nokkrir þættir sem hægt er að huga að til að gera þessa stund sem besta og til að fá sem mest út úr rútínunni.

🌟Fáðu þér föt sem vefja þig hlýju og mýkt:  Vefðu þig inn í mjúk og kósí jógaföt sem eru hönnuð til að liggja þægilega að líkamanum og halda að þér hita og góðri tilfinningu á meðan þú flæðir í gegnum æfingarnar eða nýtur þess bara að hafa það kósý.

🍂 Náttúrúleg tenging:  Findu jarðtenginguna með vistvænum og vönduðum jógadýnum áhöldum sem stuðla að því að þú ert örugg og að þér líði vel í æfingunum. Þannig eru meiri líkur á að þú náir árangri og fáir það út úr rútínunni sem þú þarft.

🧘‍♂️ Friðsælar hugleiðslu- og slökunaræfingar: Farðu djúpt í núvitund með náttúruvænum hugleiðslupúðum og fylgihlutum sem hlífa liðmótum og baki og stuðla að því að þú getir einbeitt þér betur til að finna innri ró á annasömum haustdögum.

🍂 Haust ilmmeðferð: Lyftu æfingunum og kósýstundunum upp á hærra plan með ilmkjarnaolíum og ljúfum reykelsum. Fylltu rýmið þitt með ilm af haustinu til að auka slökun og einbeitingu.

🌾Berðu virðingu fyrir þínum tíma og uppskerðu styrk þinn: Þegar umhverfið í kringum þig fer að breytast og annirnar hrannast inn, láttu æfingarnar styrkja ferð þína í átt að líkamlegum og andlegum styrk.
Reyndu að festa rútínuna inn í dagskrána og bera virðingu fyrir þér og þínum tíma. 

Nú er fullkominn tími til að festa þinn tíma inn í dagskrána og huga að því að næra huga, líkama og sál. Fátt er mikilvægara en að slökkva reglulega á stressi og finna innri orku og kraft til að takast á við annir hversdagsleikans.

Hvort sem þú ert vön jóga eða nýbyrjuð að æfa þig, þá eru jógavörur okkar til að styðja þig hvert skref á leiðinni. Faðmaðu fegurð haustsins, beislaðu orku þess og láttu hana leiða þig í átt að innri styrk og jafnvægi.

Ferðalag þitt til aukinnar vellíðunnar og betri heilsu, bæði líkamlega og andlega getur haftist akkurat núna.

Back to blog