Byrjaðu núna!   Lítil æfing inni í stofu er nóg til að byrja rútínuna.

Byrjaðu núna! Lítil æfing inni í stofu er nóg til að byrja rútínuna.

Það er oft erfitt að byrja!
En það góða er, að það oft þarf lítið til að koma sér í gang.  Hálfnað verk þá hafið er, segir máltækið og þá á mjög vel í þessu tilviki. 
Ef þú ert ekki tilbúin til að kaupa þér kort í ræktinni eða skrá þig á námskeið, ekki láta það hindra þig í því að byrja.  
Stuttar æfingar inni í stofu gera líka sitt gagn. 
Ef þú ert að far af stað aftur eftir langan tíma skiptir mestu máli að koma sér upp rútínu.
Til þess að koma sér upp rútínu eru 3 atriði sem skipta mestu máli: 

  • Taktu frá tíma og settu inn í dagatalið þitt. Byrjaðu 3-4 sinnum í viku bara inni í stofu eða herbergi.
  • Hafðu tímana ekki of langa. 
  • Ákveddu verðlaun fyrir þig eftir ákveðin mörg skipti eða daga.

 Ákveddu því dagana sem þú vilt nota í æfingarnar og festu inn tímann hvort sem það er að morgni til, í eftirmiðdaginn eða um kvöldið.  Það er auðvelt að finna alls konar æfingar á öllum erfiðleikastigum á netinu.  Styrktaræfingar á dýnu, stólajóga, veggpilates ásamt mörgu öðru er í boði. Veldu það sem er viðráðanlegt og skemmtilegt. Það hjálpar til við að halda rútínunni gangandi.

Ekki hafa tímana of langa eða of erfiða. Það fælir frá. Byrjaðu á að taka frá tíma sem komast auðveldlega fyrir í dagatalinu og eru viðráðanlegir. Ef þú sérð fram á að ná varla að klára tímann sem þú settir þér fyrir er meiri líkur á að þú sleppir æfingunni.  Það sama á við ef æfingarnar sem þú setur þér fyrir eru of erfiðar. Það er betra að byrja á því sem er viðráðanlegt og bæta svo í þegar líður á.
Seinna meir má svo alltaf auka við og áður en þú veist af verður hreyfing komin í forgang í lífinu og orðin reglulegur partur af lífsmynstrinu.

Ákveddu hvað þú veitir sjálfri þér í verðlaun eftir ákveðin mörgt skipti í röð eða ef þú hefur haldið þig við prógrammið í ákveðið langan tíma. Verðlaunin geta verið hvað sem er bíóferð, lítill hlutur sem þig langar í, súkkulaði. Það er undir hverri og einni komið hver verðlaunin eru og eftir hvað langan tíma. Ef þú ert að byrja eftir langan tíma, ekki hafa of langt í fyrstu verðlaunin. Svo má lengja tímann eftir því sem rútínan festist.
Mundu að öll byrjun er erfið, þetta verður auðveldara. Framtíðar þú mun þakkar þér fyrir það sem þú gerir í dag. 
Gangi þér vel!


 

 

 

Back to blog